Erum við dúfur, uglur, svanir eða páfuglar í landi mörgæsa? Eða bara flottir og faglegir innri endurskoðendur sem vilja ná meiri árangri og ánægju í leik og starfi?
Á þessum fundi ætlum við að skoða okkur sjálf, hvernig við nálgumst verkefni okkar, samskipti við samstarfsfólk o.fl. í alveg nýju ljósi. Með því að skoða okkur sjálf og fólkið í kringum okkur og bera það saman við ólíkar fuglategundir getum við öðlast nýjan skilning á því hversu gott það í rauninni er að við erum jafn ólík og raun ber vitni. Við skoðum hvernig við getum nýtt okkur það á ýmsa vegu og þannig aukið árangur okkar og ánægju.
Fyrirlesari verður Herdís Pála páfugl Pálsdóttir, MBA og B.Ed. Hún starfar sem markþjálfi, kennari/fyrirlesari og ráðgjafi. Síðast liðin 12 ár hefur hún aðallega starfað við mannauðsmál, en einnig rekstrarmál o.fl., þar af 10 ár í bankageiranum.
Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel þriðjudaginn 15. maí 2012 og hefst kl. 8:30. Verð kr. 2.500 krónur. Vinsamlegast skráið ykkur til þátttöku á fie@fie.is fyrir 14.maí.