Fræðslukönnun 2020

Fræðslukönnun 2020

Fræðslukönnun 2020

Fræðslukönnunin lauk í síðustu viku og tóku 54% félagsmanna þátt í henni. Helstu niðurstöður eru að félagsmenn gefa starfsemi félagsins tæplega 78 stig af 100 stigum sem er sambærilegt og í fyrra. Rúmlega 80% félagsmanna segjast vera frekar eða mjög líklegir til að mæta á Innri endurskoðunardaginn þann 9.september nk.  Einnig er mikill áhugi á Haustráðstefnu félagsins og vilja flestir félagsmenn halda hana á þessu ári en stytta hana í einn dag í stað tveggja daga eins og verið hefur.

Fræðslunefnd er með niðurstöðurnar og mun vinna úr þeim fræðsluáætlun fyrir næsta vetur.  Áætlunin verður birt í lok sumars. Hægt er að skoða niðurstöðurnar nánar í Excel skjalinu hér að neðan.

Hér fyrir neðan er listi yfir þau fræðsluefni sem skoruðu hæst í ár samanborin við niðurstöðurnar frá því í fyrra. Niðurstöðunum er raðað eftir vegnu meðaltali:

    2019                                                                    2020

1. Misferli og sviksemi (4,26) 1. Samtímaeftirlit og endurskoðun (4,39)
2. Netöryggismál (4,12) 2. Greiningartól (Excel, ACL, TeamMate) (4,25)
3. ERM (4,10) 3. Misferli og sviksemi (4,2)
4. Samtímaendurskoðun og - eftirlit (4,04) 4. Áhættumiðuð endurskoðunaráætlun (4,16)
5. COSO (4,00) 5. Verkefnaáætlun og áhættumat úttektar (4,16)
6. Greiningartól (3,98) 6. Netöryggismál (4,11)
7. Áhættumiðuð endurskoðunaráætlun (3,98) 7. Gagnagreiningar (Big data, data mining) (4,05)
8. Almenn tölvuendurskoðun (3,92) 8. Nýja útgáfu af Lines of Defence (3,98)
9. Verkefnaáætlun og áhættumat úttektar (3,90) 9. Enterprise Risk Management (ISO 31000) (3,89)
10. Gagnagreiningar (3,88) 10. Gervigreind (machine learning, robotics) (3,86)

Við þökkum fyrir þátttökuna!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com