Fyrsti félagsmaður FIE nær CRMA gráðunni

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast félaginu að Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur hefði náð CRMA gráðunni (Certification in Risk Management Assurance).  Hann er fyrsti íslendingurinn sem nær þessari gráðu og óskum við honum innilega til hamingju með þennan áfanga.  Mikill áhugi er á áhættustjórnun í félaginu og er því viðbúið að fleiri félagsmenn muni feta í fótspor Guðmundar og nái sér í þessa vottun.

Þess má geta að IIA hóf nýverið að bjóða upp á CRMA vottun (Certification in Risk Management Assurance).  Upplýsingar um CRMA vottunina má finna hér á heimasíðunni.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com