Morgunverðarfundur FIE um gerð áhættugreindrar endurskoðunaráætlunar verður haldin 22. febrúar 2012.
Fyrirlesari verður Guðjón Viðar Valdimarsson CIA, CFSA,CISA og fyrirlestur hans mun fjalla um "praktísk" atriði varðandi gerð áhættugreindrar endurskoðunaráætlunar og hvaða atriði þurfa að liggja fyrir, hvert sé hlutverk innri endurskoðunar og stjórnenda við gerð áhættumats og greiningu áhættuþátta. Hvaða tól og tæki innri endurskoðun beitir í yfirferð á greiningu áhættuþátta með stjórnendum og hlutverk stjórnar og framsetning áhættumats til stjórnar. Einnig verður sett fram einfalt módel í Excel og Access til þess að sýna að viðhald og uppsetning áhættuskrár þarf ekki að byggja á dýrum hugbúnaði.
Fyrirlesturinn verður haldin miðvikudaginn 22. febrúar á Grand Hótel og hefst kl 08:30 Verð kr. 2.500 krónur.
Vinsamlegast skráið þátttöku á fie@fie.is fyrir 20.febrúar