
Mikilvægar breytingar tóku gildi á stjórnskipulagi Alþjóðasamtakanna í byrjun árs. Global Council var lagt niður og Global Assembly tók til starfa. Hvert aðildarfélag tilnefnir sinn aðalfulltrúa í Global Assembly til tveggja ára og einn varafulltrúa. Stjórn FIE tilnefndi Ingunni Ólafsdóttur, formann félagsins sem sinn aðalfulltrúa og Sigrúnu Lilju Sigmarsdóttur sem varafulltrúa. Stjórnarformaður Alþjóðasamtakanna er formaður Global Assembly.
Global Assembly mun sinna ráðgefandi hlutverki fyrir stjórn Alþjóðasamtakanna um stefnumótandi áherslur og önnur mikilvæg málefni fagstéttarinnar. Þá er því ætlað að stuðla að samræmingu á stefnu samtakanna og aðildarfélaganna og vera vettvangur fyrir leiðtoga fagstéttarinnar til að miðla upplýsingum og hugmyndum til samtakanna og koma að eflingu innri endurskoðunar á heimsvísu.
Global Assembly kemur saman fjórum sinnum á ári, þar af á þremur fjarfundum. Fulltrúar eru skyldugir til að mæta og verður staðfundirnir haldnir víðsvegar um heiminn. Fyrsti fundur Global Assembly verður 11. febrúar (fjarfundur) en fyrsti staðfundurinn í London dagana 29. mars – 1. apríl 2020. Á dagskrá fundarins er stefna Alþjóðasamtakanna fyrir árin 2019-2023.