GRC Conference 2021 – IIA Svíþjóð

Á þessu starfsári hefur Fræðslunefnd FIE unnið að því efla tengsl IIA á Norðurlöndum. Eitt af því er að deila og bjóða félagsmönnum þátttöku í vefatburðum á ensku. Dagana 4.-5. maí 2021 mun IIA í Svíþjóð vera með ráðstefnu á netinu um stjórnarhætti, áhættu og hlítni/fylgni, (Governance, risk and compliance). Félagsmönnum FIE á Íslandi og öðrum áhugasömum hefur verið boðið að taka þátt. Félagsmenn FIE greiða sama gjald og félagsmenn IIA í Svíþjóð. Hægt er að skrá sig á annan hvorn daginn eða báða og er mögulegt að fá allt að 14 CPE einingar. Í boði verða allt að 60 mismunandi fyrirlestrar sem koma víða að. Hægt er að fá nánari upplýsingar hér, og skrá sig.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com