Greiðsluskilmálar og reglur um afbókanir
Almennir greiðsluskilmálar
Greiðsla fyrir fræðslu á að greiða við skráningu á fræðsluviðburð. Greiðslan verður strax skuldfærð af korti. Ef viðburður fellur niður er skráningargjald endurgreitt að fullu. Sjá hér neðar reglur um afbókanir.
Reglur FIE um mætingu á fræðsluviðburði og afbókanir
Vinsamlegast kynntu þér bókunarskilmála og reglur FIE um afbókanir áður en þú skráir þig á viðburð á vegum félagsins. Mikilvægt er að tilkynna um forföll eða breytingar á bókun tímanlega með tölvupósti á fie@fie.is til að koma í veg fyrir skrópgjald.
Almennir bókunarskilmálar
Félag um innri endurskoðun áskilur sér rétt til að aflýsa viðburði 7 dögum fyrir auglýstan dag ef lágmarksþátttaka næst ekki og endurgreiðir það gjald sem hefur verið greitt að fullu.
Almennt fer greiðsla fram við skráningu á viðburð.
Þátttakandi skal tilkynna um afbókun eða breytingu á þátttakanda með hæfilegum fyrirvara, samanber reglur um afbókanir hér að neðan.
Útsending á endurmenntunareiningum (e. CPE) fer fram nokkrum dögum eftir að þjálfun er lokið.
Þú getur flutt sæti þitt til annars aðila þér að kostnaðarlausu. Sendu tölvupóst á fie@fie.is og láttu vita hver kemur í staðinn.
Reglur um afbókanir
Ókeypis viðburðir, rafrænir:
Þú getur afbókað þér að kostnaðarlausu allt að 24 tímum áður en viðburður hefst.
Ef þú afpantar innan við 24 tímum áður en viðburður hefst og mætir ekki verður gjald að upphæð kr. 3.000 innheimt. Þetta á við óháð ástæðunni, svo sem veikindum.
Ókeypis viðburðir, í eigin persónu:
Þú getur afpantað þér að kostnaðarlausu eigi síðar en 7 dögum áður en viðburður hefst.
Ef þú afpantar innan við 7 dögum áður en viðburður hefst og mætir ekki verður gjald að upphæð kr. 6.500 innheimt. Þetta á við óháð ástæðunni, svo sem veikindum.
Greiddir viðburðir, bæði í eigin persónu og rafrænir:
Ef afpantað er 30 dögum fyrir upphaf námskeiðs er skráning að fullu endurgreidd.
Ef afpantað er 29-15 dögum fyrir upphaf námskeiðs er 50% þátttökugjalds endurgreitt.
Við forföll 14 dögum eða skemur fyrir upphaf viðburðs er engin endurgreiðsla af þátttökugjaldi. Þetta á við óháð ástæðunni, svo sem veikindum. Bendum á að hægt er að nafnabreyta skráningu á viðburðinn.
Ástæður fyrir skrópgjaldi
FIE rukkar gjald fyrir að mæta ekki, jafnvel á ókeypis viðburði. Þetta er til að hvetja þá sem skrá sig til að koma. Þetta snýst líka um trúverðugleika FIE sem skipuleggjanda fræðsluviðburða. Ef fyrirlesari eyðir tíma sínum í að gera kynningu fyrir félagið (og gerir það yfirleitt í sjálfboðastarfi) og heldur að það séu 20 manns að fara að mæta en svo mæta einungis fimm, þá minnkar traust á félagið frá viðkomandi og viljinn til að endurtaka leikinn eða mæla með FIE við aðra minnkar eðlilega. Því fylgir einnig umsýsla að halda utan um hverjir eru viðstaddir og hverjir ekki til að gefa út CPE einingar til þátttakenda.