Haustráðstefna Félags um innri endurskoðun verður haldin dagana 9.-10. október næstkomandi á Hótel Sögu (Radisson BLU Saga Hotel).

Fyrirkomulag ráðstefnunnar verður þannig að kennt er frá 08:30-16:30 9. október og 08:30-16:30 10. október.

Yfirskrift ráðstefnunnar verður: Fjárhagsendurskoðun fyrir innri endurskoðendur (Financial Auditing for Internal Auditors). Námskeiðið er á vegum IIA og fyrirlesari verður Hal Manasa, CIA, CPA, CFE.

Skráning er hafin á fie@fie.is. Vinsamlegast sendið upplýsingar um þátttakanda, kennitölu, símanúmer og netfang. Einnig netfang og upplýsingar um greiðanda ef greiðandi er annar en þátttakandi. Greiðanda verður sendur greiðsluseðill.

Ráðstefnugjald er 70.000 kr. fyrir félagsmenn sem skrá sig fyrir 25. september 2014. Frá og með 25. september 2014 hækkar ráðstefnugjaldið í 79.900 kr.

Ráðstefnugjald fyrir utanfélagsmenn er 79.900 kr.

Skráningu lýkur 1. október 2014.

Greiða þarf ráðstefnugjald í síðasta lagi 3. október 2014.

Hámarks fjöldi þátttakenda er 35.

Ráðstefnan veitir 16 endurmenntunareiningar (CPE).

Vinsamlegast mætið með reiknivél sem getur framkvæmt einfalda útreikninga eins og prósentur og hlutföll.

ATH ekki verður morgunmatur við komu en innifalið er kaffihlé með meðlæti fyrir og eftir hádegi ásamt hádegisverði í Skrúð.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com