Haustráðstefna FIE var haldin dagana 4. og 5. október á Grand Hótel Reykjavík en þar fjallaði Nigel Iyer um stjórnun sviksemis- og misferlisáhættu. Þátttaka á ráðstefnunni var með besta móti og voru þátttakendur alls 45 talsins.
Í tengslum við haustráðstefnuna var haldinn morgunverðarfundur undir yfirskriftinni "Hjálpræði stjórnenda í svikulum heimi" þar sem Nigel Iyer fjallaði um sviksemi og misferli innan fyrirtækja. Var sá fundur sérstaklega ætlaður stjórnarmönnum, endurskoðunarnefndum og lykilstjórnendum fyrirtækja. Voru þátttakendur á fundinum um 50 talsins. Alls tóku því hátt í 100 manns þátt í viðburðum í tengslum við haustráðsefnu FIE. Vill fræðslunefnd FIE koma á framfæri þökkum til allra þátttakenda með von um að þeir hafi haft gagn og gaman að og sjái sér fært að taka þátt í viðburðum á vegum félagsins á komandi vetri.