Innri endurskoðunardagurinn 24. mars 2017

Hinn árlegi Innri endurskoðunardagur var haldinn með pompi og prakt þann 24. mars 2017. Að þessu sinni var þema dagsins "Persónuvernd og skýjalausnir" og þeir fyrirlestrar sem voru á dagskrá tóku mið af öllum þáttum þessa þema.

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar flutti fyrirlestur um persónuvernd og lykilhlutverk hennar í rekstri fyrirtækja og stofnana. Ægir Þórðarson deildarstjóri UT rekstrar hjá Landsbankanum fjallaði um áskoranir við að framfylgja persónuvernd viðskiptavina bankans meðan Marcel Kyas lektor við tölvunarfræðideild Háskóla Reykjavíkur tók á skýjalausnum og þeim tæknilegum þáttum og álitaefnum sem varða þær lausnir sérstaklega. Ágústa Berg fjallaði svo um niðurstöður alþjóðlegrar könnunar EY um netöryggi og viðhorf fyrirtækja til þess málaflokks. Andrés Jónsson fór svo yfir krísustjórnun í kjölfar gagnaleka.

[crellyslider alias="innri_endurskoðunardagurinn_24_mars_2017"]

Þessi fyrirlestar og aðrir eru aðgengilegir fyrir félagsmenn á lokuðu vefsvæði félagsins.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com