Innri endurskoðunardagurinn 2016 verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 18. mars næstkomandi á Grand hótel Reykjavík.

Dagskráin hefst kl. 8 og lýkur kl. 12:30.

Þema dagsins að þessu sinni er leiðtogafærni innri endurskoðandans og eru erindi dagsins fjölbreytt að venju.

Meðal framsögumanna eru Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar Nasdaq OMX sem mun fjalla um innra eftirlit og stjórnarhætti frá sjónarhóli Kauphallar Íslands, Kristín Baldursdóttir forstöðumaður innri endurskoðunar Landsbankans mun fjalla um fræðslu og áhrif innri endurskoðenda á hagsmunaaðila, fulltrúi frá Fjármálaeftirlitinu mun fjalla um það sem er efst á baugi hjá eftirlitinu, Elmar H Hallgríms lektor í siðfræði frá HÍ mun fjalla um siðferðileg álitaefni og rétt viðbrögð við þeim og að lokum mun Edda Björgvins leikkona kenna okkur áhrifaríkar kynningar með sínum aðferðum.

Boðið verður upp á morgunverð í kaffihléi og er verðið kr. 17.500 fyrir hálfsdags ráðstefnu.

Skráning hefur verið opnuð á fie@fie.is

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com