Eftir að tilkynnt var um innri endurskoðunardag þann 20 mars í tölvupósti þann 3. mars sl., hafa borist nokkrar ábendingar frá félagsmönnum um að innri endurskoðunardagurinn væri á sama tíma og sögulegur sólmyrkvi hefur boðað komu sína. Áformað er að hann muni hefjast í Reykjavík kl. 8:38, ná hámarki kl. 9:37 og ljúka kl. 10:39 föstudagsmorguninn 20. mars nk.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/01/25/myrkvinn_sa_mesti_i_sextiu_ar/

http://www.stjornufraedi.is/solkerfid/solin/solmyrkvi/solmyrkvi-20.-mars-2015/

Ljóst er að þó nokkrir félagsmenn hafa bæði hug á að endurskoða sólmyrkvann og mæta á innri endurskoðunardaginn.

Stjórn FIE hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að einfaldara kunni að vera að færa innri endurskoðunardaginn en sólmyrkvann. Því verður hann haldinn föstudaginn 10. apríl nk. í stað 20. mars nk. Allt annað verður óbreytt.

Svo er bara að vona að það verði heiðskírt þann 20. mars nk. og að allir geti horft nægju sína á sólmyrkvann.

Stjórn FIE vonar að þetta komi ekki að sök fyrir þig og að við sjáumst á innri endurskoðunardeginum föstudaginn 10. apríl nk., kl. 08:00 - 12:30, á Hótel Nordica.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com