Lög um opinber fjármál og innri endurskoðun

Rétt áður en Alþingi fór í jólafrí þá voru samþykkt lög um Opinber fjármál. Í þessum lögum er að finna ákvæði um innri endurskoðun sem munu hugsanlega hafa mikill áhrif á starf og starfsumhverfi innri endurskoðenda.

65 gr. þessara laga segir (feitletrun er til áherslu) :

"Innra eftirlit og innri endurskoðun.

Forstöðumaður ríkisaðila í A-hluta, eða eftir atvikum stjórn, ber ábyrgð á framkvæmd innra eftirlits. Innra eftirlit felur í sér þær reglubundnu aðgerðir og ráðstafanir sem hlutaðeigandi aðili gerir til að stuðla að hagkvæmni rekstrar, öryggi fjármuna, áreiðanleika upplýsinga og almennt að því að markmiðum starfseminnar verði náð og fylgt sé lögum og reglum. Innri endurskoðun skal framkvæmd hjá ríkisaðilum í A-hluta á grundvelli reglugerðar sem ráðherra setur, sbr. 67. gr., og í samræmi við alþjóðlega staðla og siðareglur um innri endurskoðun útgefnar af alþjóðasamtökum innri endurskoðenda. Innri endurskoðun felur í sér kerfisbundið, óháð og hlutlægt mat á virkni áhættustýringar, eftirlits og stjórnarhátta hlutaðeigandi aðila. Stjórnandi innri endurskoðunar skal hafa sérþekkingu á sviði innri endurskoðunar. Ráðherra er heimilt að skipa sérstaka nefnd sem er honum til ráðgjafar um fyrirkomulag og framkvæmd innra eftirlits og innri endurskoðunar."

Þarna segir beinum orðum að framkvæma skuli innri endurskoðun hjá A-hluta og að það skuli gerast í samræmi við IPPF staðla frá IIA. Hvorutveggja er nýmæli og með þeim fyrirvara að ráðherra eigi eftir að setja fram reglugerð , þá mun þetta hafa verulega áhrif á starfsumhverfi innri endurskoðenda.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com