Stjórn Félags um innri endurskoðun hefur ákveðið að setja á laggirnar faghóp um upplýsingaöryggi og upplýsingatækni innan félagsins. Hugmyndin er að hópurinn verði vettvangur fyrir faglega umræðu og skoðanaskipti þeirra sem starfa við endurskoðun upplýsingaöryggis, ekki síst þeirra aðila sem hlotið hafa alþjóðlegar fagvottanir á þessu sviði.Stjórn FIE hefur einnig beðið Davíð Halldórsson, verkefnastjóra ITA á ráðgjafarsviði KPMG að standa að stofnun þessa faghóps og það hefur verið ákveðið að stofnfundur faghóps um upplýsingatækni og upplýsingaöryggi verður haldinn þann 14. október kl: 15:00 – 16:30 hjá KPMG Borgartúni 27.
Áhugasömum er bent á að senda þátttökutilkynningu með tölvupósti á fie@fie.is.