Fyrsti morgunverðarfundur vetrarins verður haldinn fimmtudaginn 1. nóvember nk.  Á fundinum ætlar Guðmundur I. Berþórsson, innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur, að kynna fyrir okkur gæðamat sem deildin hans fór í gegnum til að fá vottun á því að deildin starfi eftir stöðlum IIA. Innri endurskoðunardeild Orkuveitunnar er fyrsta deildin á Íslandi sem fer í gegnum gæðamatið en það er nauðsynlegt til þess að geta staðhæft að unnið sé samkvæmt stöðlum IIA. Í framhaldi af kynningu Guðmundar mun Sif Einarsdóttir, yfirmaður áhættuþjónustu hjá Deloitte, segja okkur frá úttektinni en Deloitte sá um framkvæmd gæðamatsins. Fundurinn verður í Gullteig á Grand Hótel og opnar með morgunverði frá kl. 8:00 og hefst erindið kl. 8:30 og líkur kl. 10:00. Aðgangseyrir er kr. 2.500, vinsamlegast tilkynnið þátttöku á fie(hjá)fie.is

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com