Síðasti morgunverðarfundur fræðslunefndar FIE þetta starfsárið verður haldinn fimmtudaginn 23. maí á Grand Hótel Reykjavík í Háteigi A á 4. hæð. Að þessu sinni fáum við til okkar Kjetil Kristensen yfirmann frá Ernst & Young í Noregi en umfjöllunarefni hans er um strauma og stefnur í innri endurskoðun undir yfirskriftinni "The future of internal audit is now". Einnig mun Ágúst Hrafnkelsson, innri endurskoðandi Íslandsbanka og formaður alþjóðanefndar FIE, kynna fyrir okkur íslenska þýðingu á stöðlum og siðareglum IIA en þeir koma út nú í maí mánuði.
Fundurinn hefst kl. 8:30 en morgunverður verður í boði frá kl. 8:00. Vinsamlegast skráið þátttöku á fie@fie.is í síðasta lagi 21. maí. Fundargjald er 2.500 kr.