Fræðslunefnd Félags um innri endurskoðun stendur fyrir morgunverðarfundi föstudaginn 5. apríl nk. þar sem fjallað verður um samstarf innri og ytri endurskoðenda.
Fyrirlesarar á fundinum verða þrír og munu þeir fjalla um málefnið út frá mismunandi sjónarhornum. Fyrst mun Sigríður Guðmundsdóttir innri endurskoðandi Marels fjalla um starf innri og ytri endurskoðenda út frá sjónarhóli innri endurskoðanda. Því næst mun Jón H. Sigurðsson löggiltur endurskoðandi hjá PwC fjalla um samstarfið út frá sjónarhóli ytri endurskoðanda. Að lokum mun Árni Tómasson, stjórnarmaður og fulltrúi í endurskoðunarnefnd Íslandsbanka, fjalla um væntingar endurskoðunarnefnda til samstarfs innri og ytri endurskoðenda.
Fundurinn verður haldinn í Háteigi A á 4. hæð Grand Hótel Reykjavík og opnar með morgunverði frá kl. 8:00 og hefst fundurinn kl. 8:30. Aðgangseyrir er kr. 2.500, vinsamlegast tilkynnið um þátttöku á fie@fie.is