Fræðslunefnd Félags um innri endurskoðun stendur fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 7. maí nk. Efni fundar er tvíþætt, annars vegar COSO og hinsvegar Lean.

Sif Einarsdóttir yfirmaður innri endurskoðunar hjá Deloitte fer yfir COSO-regluverkið með breytingum 2013, helstu breytingar frá eldri útgáfu og hvernig innri endurskoðendur geta notfært sér regluverkið í sinni vinnu.

Sigríður Guðmundsdóttir innri endurskoðandi Marel kynnir beitingu Lean-aðferðafræðinnar í innri endurskoðun.

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Að venju er boðið upp á morgunverð frá kl. 8:00 og hefst fundurinn kl. 8:30. Aðgangseyrir er kr. 2.800. Vinsamlegast tilkynnið um þátttöku á fie@fie.is fyrir þriðjudaginn 6. maí.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com