Næsti morgunverðarfundur félagsins verður haldinn á Grand hótel Reykjavík þann 10. febrúar næstkomandi kl. 8:00.

Efni fundarins er: „Rafmyntir og framtíð peninga“.

Á fundinum munum við fá að kynnast Bitcoin og skyldum myntum og hvernig þróunin hefur verið í peningamálum.

Tveir sérfræðingar fjalla um efnið, hvor með sína nálgun.

Sveinn Valfells er eðlisfræðingur og hagfræðingur að mennt. Hann hefur verið starfsmaður, stofnandi, ráðgjafi eða fjárfestir í sprotafyrirtækjum og sjóðum, meðal annars deCode genetics, Atlas Genetics, Ingenuity Systems, Dímon, Íslandssíma, Arctic Ventures og IQ Capital. Sveinn keypti sína fyrstu Bitcoin árið 2011. Viðtöl og tilvitnanir í Svein hafa birst í Coindesk, the Guardian, FT, WSJ, BBC Radio 2, BBC Radio 4, BBC Newsnight, BBC World News, CNN og CNBC.

Jón Helgi Egilsson er verkfræðingur og hagfræðingur að mennt. Hann hefur stofnað, stýrt og fjárfest í sprotafyrirtækjum og hefur kennt nýsköpunar og fjármálatengd námskeið við háskóla. Hann er starfandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og hefur ritað fjölda greina um efnahagsmál og kynnt sér Bitcoin og tengda tækni.

Fyrirlesararnir þekkja mjög vel til þessara mála og því er mikill fengur að fá þá á morgunverðarfund hjá félaginu. Athugið að fundurinn hefst aðeins fyrr en venjulega þ.e. kl. 8:20 en morgunverður verður í boði frá kl. 8:00. Vinsamlegast skráið þátttöku á fie@fie.is í síðasta lagi á hádegi 4. febrúar. Fundargjald er 2.800 kr.

Þátttaka í morgunverðarfundinum gefur 2 endurmenntunareiningar.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com