Morgunverðarfundur FIE – Fraud Risk Management – 10. feb. nk.

Næsti morgunverðarfundur félagsins verður haldinn á Grand hótel Reykjavík þann 10. febrúar næstkomandi kl. 8:00.

Áætlað er að fyrirtæki tapi 5-10% af heildartekjum sínum árlega vegna svika eða misferlis. Það undirstrikar mikilvægi þess að koma á heildstæðri stefnu til að koma í veg fyrir svik. Á fundinum verður komið inn á hvers kyns svik eða misferli sem geta átt sér stað eftir mismunandi tegundum fyrirtækja og hvað sé hægt að gera til að verja þau fyrir svikum eða misferlum.

Efni fundarins er: „Fraud Risk Management“.

Tveir sérfræðingar fjalla um efnið, hvor með sína nálgun.

Danielle Pamela Neben starfaði hjá HSBC bankanum, sem er einn stærsti banki heims, á árunum 1993-2013 í sjö löndum, m.a. í Bretlandi, Þýskalandi, Taívan og Singapore. Hún lauk háskólanámi í viðskiptafræði frá McGill University í Kanada með áherslu á fjármál. Danielle átti sæti í framkvæmdastjórn HSBC Trinkaus & Burkhardt (Int.) SA í Lúxemborg 2012-2013 sem framkvæmdastjóri á rekstrarsviði. Áður var hún í ýmsum stjórnunarstörfum innan HSBC bankans, m.a. á sviði verkefnastjórnunar, viðskiptatengsla, viðskiptabankaþjónustu, fyrirtækjaþjónustu, fjárfestatengsla og innheimtu útlána. Danielle var kjörin í bankaráð Landsbankans í apríl 2013 og er jafnframt formaður endurskoðunarnefndar bankans.

Nolan Williams er stofnandi ráðgjafafyrirtækisins The Risk Consultancy sem veitir ráðgjöf og þjálfun varðandi áhættustýringu viðskipta og um meðvitaða sviksemisáhættu. Nolan starfaði í meira 16 ár hjá Goldman Sachs Global Security Division í London. Nolan er meðlimur í Samtökum viðurkenndra misferlisrannsakenda „Certified Fraud Examiners“ í Bretlandi og hefur reynslu í þróun sérhæfðra námskeiða í áhættustýringu, þ.m.t. um meðvitaða misferlisáhættu og innra eftirlit til að fyrirbyggja svik eða misferli í hvaða viðskiptum sem er.

Danielle og Nolan eru með 2ja daga námskeið í Háskóla Reykjavíkur um þetta efni i febrúar Sjá nánar: http://www.ru.is/opnihaskolinn/fraud-risk-management. Þau munu stikla á því helsta á morgunverðarfundi FIE.

Athugið að fundurinn hefst kl. 8:20 og lýkur kl. 10:00 en morgunverður verður í boði frá kl. 8:00. Vinsamlegast skráið þátttöku á fie@fie.is í síðasta lagi á hádegi 4. febrúar. Fundargjald er 2.800 kr.

Þátttaka í morgunverðarfundinum gefur 2 endurmenntunareiningar.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com