Fyrirlesarar:

Kristín Baldursdóttir, forstöðumaður innri endurskoðunar hjá Landsbankanum. Endurskoðunarnefndir - skipan, hlutverk og viðfangsefni. Erindi sitt byggir hún meðal annars á kynnum sínum af störfum endurskoðunarnefnda Saxo Bank, Den Danske Bank og Landsbankans, auk þess sem Kristín mun rýna í niðurstöður kannana og annað efni frá Audit Committe Institute (ACI), sem rekin er af KPMG í Bretlandi. Meðal annars er horft til þeirra viðfangsefna sem stofnunin hefur tilgreint sem mikilvægustu viðfangsefni ársins 2011.

Auðbjörg Friðgeirsdóttir, endurskoðunarsviði PWC. Hvernig getur aukin skilvirkni endurskoðunarnefnda hjálpað til við að endurbyggja traust í íslensku viðskiptaumhverfi? Erindi sitt byggir hún á ritgerð sem hún skrifaði sem hluta af MBA námi við University of Liverpool. Umfjöllunarnefni ritgerðarinnar var: "An investigation on the methods to improve the effectiveness of Audit Committees (AC) in Icelandic companies: As one way to rebuild a trust in Icelandic busines"

Fundurinn er öllum opinn og hvetjum við félagsmenn til að koma upplýsingum um fundinn til fulltrúa endurskoðunarnefnda. Fundurinn var haldinn þriðjudaginn 6. september kl. 08:30 - 10:00 á Grand Hóteli.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com