Fyrsti fræðslufundur á nýju ári verður miðvikudaginn 18. janúar kl. 8:30-10 á Grand Hoteli. Að venju er boðið upp á morgunverð. Verð kr. 2500.
Gestur fundarins að þessu sinni er Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari sem ætlar að halda fyrirlestur um sviksemisrannsóknir og svara síðan fyrirspurnum fundarmanna.
Ólaf þarf varla að kynna en hann var skipaður sérstakur saksóknari í janúar 2009. Embættinu var komið á fót til að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda, tengslum við og í kjölfar atburða er leiddu til bankahrunsins, hvort sem grunur tengist starfsemi fjármálafyrirtækja, annarra lögaðila eða einstaklinga.
Missið ekki af einstæðu tækifæri til að heyra hvað Ólafur hefur að segja um störf og vinnuaðferðir embættis sérstaks saksóknara við rannsóknir á sviksemi.