Morgunverðarfundur – Kvik vinnubrögð

FIE og Landsbankinn bjóða til morgunverðarfundar í húsakynnum Landsbankans við Austurstræti 11 fimmtudaginn 28. apríl nk. og hefst fundurinn kl: 08:15-10:00. Gengið er inn í húsið á móti ÁTVR.

Starfmenn Innri endurskoðunar Landsbankans munu fjalla um kvik vinnubrögð í innri endurskoðun og reynslu þeirra af því að innleiða slíka aðferðafræði í verklag deildarinnar.

Björn Snær Atlason er með MSc gráðu í fjárfestingarstjórnun og hefur lokið CIA og CRMA vottunum ásamt því að hafa lokið verðbréfaréttindaprófum. Björn hefur starfað hjá Innri endurskoðun Landsbankans sl. 8 ár og vann þar áður hjá PwC í 5 ár.

Kristín Baldursdóttir er hagfræðingur að mennt, með meistarapróf í verkefnastjórnun og þýsku og hefur starfsréttindi sem kennari og leiðsögumaður. Kristín hefur lokið CIA vottun og verðbréfaréttindaprófum. Kristín hefur starfað í bankakerfinu sem sérfræðingur og stjórnandi á fjórða áratug þar af 13 ár í innri endurskoðun Landsbankans. Kristín hefur jafnframt fengist við kennslu og leiðsögn frá unga aldri og kennt stjórnun og leiðtogafærni við Endurmenntun Háskóla Íslands síðustu 15 ár.

Rósa Björg Ólafsdóttir er tölvunarfræðingur með yfir 25 ára reynslu í hugbúnaðargerð og hefur lokið CISA vottun. Rósa leiddi vinnu við innleiðingu kvikra aðferða fyrir hugbúnaðargerð Marel heima og erlendis á árunum 2009 til 2015. Rósa hefur starfað í bankakerfinu í yfir 15 ár og þar af í innri endurskoðun Landsbankans í rúm 3 ár.

Fundurinn er í boði Landsbankans og er ókeypis. Til að halda utan um mætingu þarf samt sem áður að skrá sig á fundinn sem hægt er að gera hér.

Mæting á fundinn veitir 2 endurmenntunareiningar.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com