Morgunverðarfundur félagsins var haldinn í Víkingssal Hótel Natura (gamla Hótel Loftleiðir).
Efni fundarins er: „Tölvu- og upplýsingaöryggi ásamt öryggi tækja IoT“
Tveir sérfræðingar fjölluðu um efnið, hvor með sína nálgun en þeir voru Björn Símonarson, sérfræðingur í tölvuöryggismálum hjá Syndis og Svavar Ingi Hermannsson frá Íslandsbanka. Erindi beggja munu verða sett inn á lokað svæði félagsmanna fljótlega en góður rómur var gerður að erindi beggja.