Næsti morgunverðarfundur félagsins verður haldinn á Grand hótel Reykjavík þann 9. desember næstkomandi kl. 8:00.
Efni fundarins er: „Gæðastjórnun fyrirtækja og stofnana“.
Þrír sérfræðingar fjalla um efnið, hvor með sína nálgun.
Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hún mun fjalla um gæðakerfi Orkuveitunnar og hvaða breytingar hafa átt sér stað að undarförnu í skipulagi samstæðunnar. Hún mun einnig fjalla um ávinning af ISO stöðlum. Orkuveitan hefur nýtt sér verkferla, áhættustýringu og aðferðafræði straumlínustjórnunar (Lean) til þess að ná betri árangri í rekstri.
Árni Kristinsson er framkvæmdastjóri British Standard Institute (BSI) á Íslandi og mun hann fjalla um breytingar sem gerðar voru nýlega á ISO stöðlunum og hvað notendur þurfa að gera til þess að mæta nýjum kröfum.
Hilde Tangard er ráðgjafi hjá Félagi innri endurskoðenda IIA í Noregi, forstöðumaður ytra gæðamats „External Quality Assessment“ EQA, sér um þjálfun og er talsmaður fyrir innri endurskoðun sem faggrein. Hún er með mastersgráðu í félagsfræði og diplóma í innri endurskoðun frá Norwegian Business School. Hilde mun kynna kröfur og bestu framkvæmd erindisbréfs innri endurskoðunar og ytra gæðamati á innri endurskoðunardeildum.
Athugið að fundurinn hefst kl. 8:20 en morgunverður verður í boði frá kl. 8:00. Vinsamlegast skráið þátttöku á fie@fie.is í síðasta lagi á hádegi 4. desember. Fundargjald er 2.800 kr.
Þátttaka í morgunverðarfundinum gefur 2 endurmenntunareiningar.