Námskeið – INNRI ENDURSKOÐUN Á TÍMAMÓTUM – 1. mars 2012

Opni háskólinn í HR kynnir námskeið í Innri endurskoðun í samstarfi við Félag um innri endurskoðun á Íslandi en leiðbeinendur á námskeiðinu eiga sæti í stjórn félagsins. Námskeiðið veitir 7 endurmenntunareiningar á sviði endurskoðunar fyrir endurskoðendur.

Námskeiðslýsing:

Á námskeiðinu verður farið yfir skilgreiningu á innri endurskoðun og þróun fagsins undanfarin ár. Farið verður yfir hvernig alþjóðastaðlar innri endurskoðenda nýtast við uppbyggingu innri endurskoðunardeilda og helstu viðfangsefni. Bent verður á þau atriði sem skipta máli við mat á gæðum innri endurskoðunar og fjallað um ávinning sem þessari starfsemi er ætlað að skila til fyrirtækja/stofnana.

Ávinningur:

  • Betri skilningur á eðli innri endurskoðunar.
  • Greina hvaða atriði skipta máli við þróun og uppbyggingu innri endurskoðunar.
  • Upplýsingar um bækur og gögn sem eru mikilvægar við að byggja upp þekkingu á innri endurskoðun.
  • Námskeiðið veitir 7 endurmenntunareiningar á sviði endurskoðunar fyrir endurskoðendur.

Markmið:

Að þátttakendur fái þekkingu á starfi innri endurskoðanda og starfsemi innri endurskoðunardeilda og þeim atriðum sem skipta máli við að byggja upp innri endurskoðun innan fyrirtækis eða stofnunar.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna að innri endurskoðun og þeim sem vilja byggja upp þekkingu á þessu sviði.

Umsagnir frá þátttakendum á námskeiðinu:

  • ,,Góðir leiðbeinendur, mikil þekking, góð aðstaða í HR og kurteist starfsfólk."
  • ,,Frábær dæmi um vinnuaðferðir og ferla úr raunveruleikanum."
  • ,,Hnitmiðað og markvisst námskeið."

Leiðbeinendur:*

Anna Margrét Jóhannesdóttir, stjórnsýslufræðingur og faggiltur innri endurskoðandi (Certified Internal Auditor). Starfar sem verkefnastjóri hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.Nanna Huld Aradóttir, viðskiptafræðingur og faggiltur innri endurskoðandi (Certified Internal Auditor). Liðsstjóri áhættuþjónustu Deloitte.

*Aðilar sem hafa sértæka þekkingu á innri endurskoðun geta verið kallaðir til.

Kennslufyrirkomulag:

Kennsla fer fram í Opna háskólanum í HR, Menntavegi 1, fimmtudaginn 1. mars 2012 kl. 8:30-12:00 og frá kl. 12:30-16:00. Námskeiðið er samtals 7 klukkustundir.

Verð: Kr. 32.000

Nánari upplýsingar og skráning.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com