Í samstarfi við IIA Svíþjóð.
Stafræn vegferð fyrirtækja og stofnana kallar á að innri endurskoðendur endurskoði sína nálgun þegar kemur að gagnagreiningu og -úrvinnslu. Þetta námskeið sýnir hvernig á að fá sem mest út úr Excel hugbúnaðinum við gagnagreiningar. Námskeiðið er sniðið að nýliðum og óreyndum á þessu sviði, kenndar verða aðferðir við að flýta fyrir sér við gagnavinnslu, sér í lagi við gagnaendurskoðun.
Skráning hér.
Hverjir ættu að mæta?
Þetta námskeið er opið öllum sem vilja nýta Excel til að gera prófanir á gögnum við innri endurskoðun. Námskeiðið er „hands-on“ sem þýðir að hver þátttakandi verður að vera með fartölvu sem er með uppsetta útgáfu af Microsoft Office 2014 eða nýrri. Sérhver þátttakandi verður einnig að tryggja að viðkomandi hafi heimild til að nota vinnugögn (sem samanstanda af t.d. Excel, .pdf, .txt og Access skrám sem veittar eru á eða fyrir námskeiðið) og hafi aðgang að öllum stöðluðum aðgerðum Microsoft Excel hugbúnaðarins. Mælt er með því að nota mús fyrir sumar æfingar þar sem ekki er hægt að nálgast suma eiginleika innan Microsoft Office í gegnum snertiborð.
Hvað munu þátttakendur læra?
Að námskeiði loknu munu þátttakendur geta:
- Athugað allt að 100% af þeim gögnum sem eru tiltæk rafrænt;
- Unnið á hagkvæman hátt með mikilvægum kerfishlutum Office hugbúnaðar; og
- Greint og meðhöndlað gögn til að styðja niðurstöður gagnaendurskoðunar.
Námskeiðinu fylgir handbók með myndum og texta, upplýsingum um flýtilykla og aðrar hraðaaðferðir, og enn fremur fylgja gagnasett til að nota á námskeiðinu og nýta til frekari tilrauna og æfinga.
Dagskrá námskeiðs
Gagnagreining og -meðhöndlun – vinna beint með Excel
- Athuga heilleika gagna – finna algengar villuuppsprettur
- Fordæmaskoðun og stækkun formúla
- Upptaka fjölva (macróa)
- Endurútreikningar og sýndarútreikningar – lykil endurskoðunaratriði
- Flýtivísar og hraðalyklar – hvernig á að nota þá
- Leit og staðsetning í gagnasetti
- Excel tölfræði - hvernig á að virkja
- Sérsniðin síun
- Lagskipting gagna
- Pivot töflur (snúningstöflur), Pivot síur, Pivot gröf og Slicers
- Útbúa endurskoðunarvinnublað með gagnagreiningum út frá Pivot töflum
- Skilyrt snið út frá reglu
- Flókin flokkun gagnasetts
Gagnainnflutningur og -vinnsla
- Gagnainnflutningur í Excel úr texta, töflum, sérgagnagrunnum og ytri vefsíðum
- Gagnainnflutningur og gagnaumbreyting með Power Query Editor
- Gagnainnflutningur í gegnum MSQRY
- Gagnatengingar, gagnasamruni og gagnaumbreyting
- Gagnatengingar og óljós gagnasamruni
- Samskipti við gagnaveitur til að endurnýja og endurnýta gögn
Gagnagrafík
- Búa til mælaborð með Excel
- Að búa til mælaborð með því að nota frístandandi vörur eins og Power BI og Tableau
- Fella inn töflur og myndir í skýrslurnar þínar
Dagsetning og tími
- nóvember 2023 kl. 08:00 - 16:00 (kl. 09:00 - 17:00 að sænskum tíma)
Kynnt af: Mindgrove Ltd
Kennari: Stan Dormer
Lengd: einn dagur
Staður: Á netinu, í gegnum Teams.
Upplýsingar verða sendar þátttakendum fyrir námskeiðið.
Verð: 70.000 ISK
Endurmenntunareiningar (CPE): 8
Skráning á námskeiðið fer fram hér.
Nánar um námskeiðið á vefsíðu IIA Svíþjóð: https://www.theiia.se/utbildningar_aktiviteter/#!educourse=546042