Samantekt niðurstaðna:
Fræðslukönnunin lauk í dag og tóku um 60% félagsmanna þátt í henni (f:50).
* Félagsmenn gefa starfsemi félagsins tæplega 80 stig af 100 stigum (mjög ánægðir).
* Rúmlega 50% félagsmanna segjast vera frekar eða mjög líklegir til að koma á Nordic Light. Tæplega 30% félagsmanna eru ekki vissir. Aðrir (20%) telja frekar eða mjög ólíklegt að þeir mæti.
Hér að neðan listi yfir efstu fræðsluefninum raða eftir vegnu meðaltali:
1. Misferli og sviksemi (4,26)
2. Netöryggismál (4,12)
3. ERM (4,10)
4. Samtímaendurskoðun og - eftirlit (4,04)
5. COSO (4,00)
6. Greiningartól (3,98)
7. Áhættumiðuð endurskoðunaráætlun (3,98)
8. Almenn tölvuendurskoðun (3,92)
9. Verkefnaáætlun og áhættumat úttektar (3,90)
10. Gagnagreiningar. (3,88)
11. Verkefnastjórnun og samskiptahæfni (3,80)
Niðurstöðurnar er að finna hér: Fræðslukönnun_FIE_Niðurstöður_2019
Stjórnin hefur ákveðið að næsti morgunverðarfundur verður haldinn 15. mars um misferli og sviksemi. Dagskráin verður send til félagsmanna þegar nær dregur.
Þátttaka í starfsemi félagsins
Ánægjulegt er að sjá hversu margir félagsmenn eru ánægðir með starfsemi félagsins. Ég vil nota tækifærið og hvetja félagsmenn til að taka þátt í starfseminni. Nú vantar formann fræðslunefndar og stjórnarmann en kosið verður um hann eftir næsta morgunverðarfund. Endilega gefðu þig fram við stjórn (Björn, Jón, Sigrúnu eða mig) ef þú hefur áhuga á eða vilt fá nánari upplýsingar um starfið.
Við þökkum fyrir þátttökuna!!
Með góðri kveðju,
F.h. stjórnar
Ingunn formaður FIE
www.nordiclight2019.is