Stjórn félagsins telur mikilvægt að efla kynningu á innri endurskoðun og félaginu meðal innlendra aðila sem standa utan félagsins. Stjórn félagsins hefur því ákveðið á grundvelli 7. gr. samþykkta félagsins að setja á stofna sérstaka útbreiðslunefnd.  Markhópur útbreiðslunefndar skulu vera innlendir aðilar sem standa utan félagsins.  Markhópur fræðslunefndar eru félagsmenn í FIE og markhópur alþjóðanefndar eru alþjóðlegir samstarfsaðilar og systurfélög FIE.  Stjórn félagsins hefur sett þessari nýju nefnd erindisbréf sem er að finna hér á heimasíðunni.   Stjórnin hefur jafnframt skipað Auðbjörgu Friðgeirsdóttur sem formann nefndarinnar og mun hún velja aðra nefndarmenn.  Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á því að taka þátt í nefndinni er bent á að hafa samband við Auðbjörgu í síma 840 5369.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com