
Opin námskeið á meistarastigi fyrir félagsmenn FIE
Háskólinn í Reykjavík opnar námskeið á meistarastigi tengd reikningshaldi og endurskoðun fyrir félagsmenn í Félagi um innri endurskoðun (FIE). FIE metur námskeiðin til endurmenntunar og veitir félagsmönnum CPE einingar fyrir að sitja námskeiðin.
Eftirfarandi námskeið eru í boði á haustönn 2016:
Upplýsingatækni í reikningshaldi
24. ágúst - 23. nóvember
Þættir í upplýsingastjórnun fyrirtækja
25.-27. ágúst og 22.-24. september
Sviksemisgreining
1.-3. september og 29. september-1. október
Uppsetning heildarkerfa
8.-10. september og 20.-22. október
Fjárfestingar í einkafyrirtækjum
15.-17. september og 13.-15. októrber
Alþjóðafjármál
22.-24. september og 10.-12. nóvember
Verðmat fyrirtækja
6.-8. október og 17.-18. nóvember