Félag um innri endurskoðun boðar til haustráðstefnu með áherslu á upplýsingatækni, DORA og NIS2.
Ráðstefnan fer fram dagana 29. og 30. október 2024 á hótel Reykjavík Natura – Berjaya Iceland Hotels.
Ráðstefnan fer fram í þremur vinnustofum svo fólk getur sótt sér þá þekkingu sem best hentar því.
Fyrirlesari er Rolf von Rössing
Dagsetning og tími
29. október 2024, kl.13:00 - 17:00: Vinnustofa 1
30. október 2024, kl.8:00 - 12:00: Vinnustofa 2
30. október 2024, kl.13:00 - 17:00: Vinnustofa 3
Fyrirlesari Rolf von Rössing
Staðsetning Hótel Reykjavík Natura – Berjaya Iceland Hotels, salur 6 Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík Gengið er inn um sérinngang, til hægri frá aðalinngangi.
Verð Félagsmenn FIE og FLE:
Vinnustofa 1: Grunnatriði upplýsingatækniúttektar, kr. 32.000 (ISK)
Vinnustofa 2: NIS2 og tengdar reglugerðir fyrir verndun mikilvægra innviða í opinbera geiranum, kr. 40.000 (ISK)
Vinnustofa 3: DORA og reglugerðir tengdar fjármálageiranum, kr. 40.000 (ISK)
Almennt verð: Við bætast kr. 10.000 (ISK) pr. vinnustofu.
Endurmenntunareiningar (CPE): 4 CPE pr. vinnustofu
Uppfærðar námsskrár CIA fagvottunar sem byggja á nýju Heimsstöðlunum voru birtar á heimasíðu Alþjóðasamtakanna www.theiia.org/CIA2025 þann 31. maí sl. Allar frekari upplýsingar um breytingar, uppfærslur og dagsetningar á prófum verða birtar á heimasíðu Alþjóðasamtakanna.