Ráðstefna um gildi innri endurskoðunar 5. apríl Hótel Reykjavík Natura

Ráðstefna um gildi innri endurskoðunar 5. apríl Hótel Reykjavík Natura

Góðir stjórnarhættir, áhættustýring og virkt innra eftirlit eru nauðsynlegir þættir til að ná árangri og stuðla að rekstrarhæfi fyrirtækja til framtíðar. Innri endurskoðun er ætlað að viðhalda og auka virði rekstrar með áhættumiðaðri hlutlausri staðfestingu, ráðgjöf og innsýn á því hvernig staðið er að þessum málaflokkum í daglegum rekstri.

Þriðjudaginn 5. apríl nk. mun Félag um innri endurskoðun (FIE) halda kynningarfund um virði innri endurskoðunar fyrir atvinnulífið. Fundurinn verður haldinn á Icelandair Hótel Reykjavík Natura og er fundartími kl. 08:30 – 09:30

Dagskrá:

  • Ágúst Hrafnkelsson, formaður FIE og innri endurskoðandi Íslandsbanka, opnar fundinn
  • Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar: reynsla framkvæmdastjórans af innri endurskoðun
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands og formaður endurskoðunarnefndar Icelandair Group: samspil endurskoðunarnefndar og innri endurskoðanda

Fundurinn er öllum opinn, skráning fer fram á fie@fie.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com