Háskólinn í Reykjavík, í samvinnu við Rutgers University, heldur alþjóðlega ráðstefnu um samtímaeftirlit og endurskoðun (continuous monitoring and auditing).
Innlendir og erlendir fræðimenn sem og ytri og innri endurskoðendur halda erindi um innihald samtíma eftirlitstækni, strauma og stefnur í samtímaeftirliti, reynslu íslenskra fyrirtækja, samtímaeftirlit í minni fyrirtækjum, samtímaendurskoðun og rauntíma skýrslugerð.
Farið verður yfir aðferðafræðina og tæknina á bak við samtímaeftirlit og samtímaendurskoðun. Ennfremur hvernig notkun samtímaeftirlits getur aukið öryggi, minnkað áhættu, styrkt og einfaldað endurskoðunarferlið og stuðlað að bættum stjórnunarháttum innan fyrirtækja.
Skráning fer fram á vef ráðstefnunnar: www.30wcars.org þar sem ýtarlega dagskrá er einnig að finna.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com