Reikningsskiladagur FLE verður haldinn á Grand hóteli föstudaginn 19. september kl. 8:30 - 12:30. Reikningsskiladagurinn er öllum opinn, ráðstefnugjald er kr. 22.000 fyrir félagsmenn FLE og FIE og starfsmenn þeirra en kr. 30.000 fyrir aðra. Ráðstefnan gefur 4 einingar í reikningsskilum.

Dagskráin verður fjölbreytt að vanda, Kristján Markús Bragason sérfræðingur hjá Íslandsbanka, ræðir um hvernig greiningardeildir bankanna nota ársreikninga, Sigurrós Kristinsdóttir meistaranemi í tölvunarfræði, ræðir um vélræna úrvinnslu ársreikninga, þá fjalla þeir Unnar Friðrik Pálsson og Jón Arnar Baldurs endurskoðendur um ársreikningatilskipanir EU.

Eftir kaffihlé koma þau Unnur Gunnarsdóttir forstjóri og Sigurjón Geirsson endurskoðandi og greina frá því sem er að gerast hjá Fjármálaeftirlitinu og Gunnar Snorri Þorvarðarson endurskoðandi, fjallar um stjórnendareikningsskil hjá Icelandair Group. Í lokin veltir svo Ásgeir B. Torfason lektor í HÍ, fyrir sér gagnsemi og/eða gagnsleysi sjóðstreymis banka.

Skráning er á neðangreindri vefslóð :

http://www.fle.is/is/moya/formbuilder/index/index/reikningsskiladagur-2014

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com