Samantekt af morgunverðarfundi 17. janúar 2019

Á morgunverðarfundi félagsins í gær fjallaði Auðbjörg Friðgeirsdóttir formaður alþjóðanefndar FIE um leiðbeiningar IIA og reynslu sína við gerð þeirra. Hún hvatti félagsmenn til að taka þátt í þessu alþjóðastarfi sem hluti af sinni endurmenntun. Hægt er að sækja um þátttöku á heimasíðu alþjóðasamtakanna undir Global Guidance Contributor: https://forms.theiia.org/volunteer-guidance-contributor-form. Þá sagði hún frá vinnu sinni í norrænum vinnuhópi sem vinnur að gerð leiðbeininga um áhættustýringu og er stefnt að útgáfu þeirra á þessu ári (2019).

Glærur af fundinum er að finna hér:
Fyrirlestur hjá FIE - Global Contribution - leiðbeiningar fyrir fjármálafyrirtæki

Inga Rós Reynisdóttir og Sif Einarsdóttir sögðu frá niðurstöðum alþjóðlegrar könnunar Deloitte meðal forstöðumanna innri endurskoðunardeilda. Helstu niðurstöður voru að greiningarhæfni starfsmanna, þekking á greiningartólum og upplýsingatæknimálum væri mikilvægur þáttur í starfsemi innri endurskoðunardeilda. Þá kom einnig fram að margir íslenskir forstöðumenn töldu að auka þyrfti gæði, fjármögnun og áhrif innri endurskoðunar og voru nokkrar umræður um þessar niðurstöður á fundinum.

Hægt er að nálgast niðurstöður könnunarinnar hérna: https://www2.deloitte.com/global/en/pages/risk/articles/global-chief-audit-executive-survey-report.html

Glærur af fundinum er að finna hér: Nordic Perspective - Deloittes Global Chief Audit Executive Research Survey 2018

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com