Haustráðstefna Félags um innri endurskoðun verður haldin dagana 9.-11. október næstkomandi á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Fyrirkomulag ráðstefnunnar verður þannig að kennt er frá 12:00-16:00 9. október, 08:30-16:30 10. október og 08:30-12:00 11. október. Yfirskrift ráðstefnunnar verður: Mat á áhættustýringarferlum fyrirtækis þíns (e. Assessing Your Organization’s Risk Management Process ). Námskeiðið er á vegum IIA og fyrirlesari verður Donald Espersen, CIA, CRMA.
Skráning er hafin á fie@fie.is. Vinsamlegast sendið upplýsingar um þátttakanda, kennitölu, símanúmer og netfang. Einnig netfang og upplýsingar um greiðanda ef greiðandi er annar en þátttakandi. Greiðanda verður sendur greiðsluseðill.
Skráningu lýkur 1. október 2013.