Alþjóðasamtök um innri endurskoðun (The Institute of Internal Auditors) hafa gefið út  alþjóðlegan ramma um innri endurskoðun svo kallaðan Internal Professional Practice Framework (IPPF) og samanstendur hann af:

  1. Meginreglum um innri endurskoðun (Core Principles)
  2. Skilgreiningu á innri endurskoðun (Definition)
  3. Alþjóðlegum stöðlum um innri endurskoðun (staðlarnir) (Standards)
  4. Siðareglum (Code of Ethics)

Meginreglur um innri endurskoðun

  • Sýnir heilindi.
  • Sýnir færni og tilhlýðilega fagmennsku.
  • Er hlutlæg og ekki undir ótilhlýðilegum áhrifum (sjálfstæð).
  • Tekur mið af stefnu, markmiðum og áhættu fyrirtækis, stofunar eða félagasamtaka.
  • Hefur viðeigandi stöðu í skipuriti og fullnægjandi úrræði.
  • Sýnir í verki gæði og stöðugar úrbætur.
  • Miðlar upplýsingum á skilvirkan hátt.
  • Veitir áhættumiðaða staðfestingu.
  • Býr yfir innsæi, frumkvæði og framsýni.
  • Stuðlar að umbótastarfi hjá fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum.

Skilgreining á innri endurskoðun

Innri endurskoðun er starfsemi sem veitir óháða og hlutlæga staðfesting og ráðgjöf, sem er ætlað er að vera virðisaukandi og bæta rekstur fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka. Með kerfisbundnum og öguðum vinnubrögðum leggur innri endurskoðun mat á og bætir virkni áhættustýringar, eftirlits og stjórnarhátta og stuðlar þannig að því að fyrirtæki, stofnanir og félagsamtök nái markmiðum sínum.

Staðlarnir

Félag um innri endurskoðun hefur þýtt þessa staðla á íslensku eftir forskrift IIA og núverandi útgáfa tók gildi þann 1 janúar 2017. Sjá hér

Siðareglur 

Siðareglur alþjóðasamtaka og þýðing Félag um innri endurskoðun er að finna hér.

Leiðbeiningar um innleiðingu staðlanna

Alþjóðsamtökin hafa gefið út leiðbeiningar um innleiðingu staðlana (Implementation Guidance) og eru þær aðgengilegar félagsmönnum FIE á síðu alþjóðsamtakana, hér.

Að auki hafa alþjóðsamtökin útbúið fyrir félagsmenn talsvert ítarefni um innri endurskoðun (Supplemental Guidance), sjá  hér.

Þriggja þrepa líkanið

Félag um innri endurskoðun hefur þýtt leiðbeiningar alþjóðasamtakana um three lines of defence og er skjalið hér

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com