Siðareglur (Code of Ethics)

Grunnreglur

Til þess er ætlast að innri endurskoðendur fylgi eftirfarandi grunnreglum:

1. Heilindi

Heilindi innri endur­skoðenda byggja upp traust og er  grundvöllur þess að hægt sé að treysta á mat þeirra.

2. Hlutlægni

Innri endurskoðendur skulu sýna mikla faglega hlutlægni við söfnun, mat og fram­setn­ingu upplýsinga um þau verkefni eða ferli sem eru til skoðunar. Innri endur­skoðendur setja fram yfirvegað mat á aðstæðum hverju sinni og gæta þess að láta ekki eigin hagsmunum eða annarra hafa áhrif á matið.

3. Trúnaður

Innri endurskoðendur virða gildi og eignarhald á þeim upplýsingum sem þeim hefur verið veittur aðgangur að og upplýsa ekki um þessi atriði án viðeigandi leyfis nema lagalegar eða faglegar skyldur mæli svo fyrir.

4. Færni

Innri endurskoðendur beita þeirri þekkingu, færni og reynslu sem nauðsynleg er til þess að veita innri endurskoðunarþjónustu.

Hegðunarreglur

1. Heilindi

Innri endurskoðendur:

1.1. Skulu gegna störfum sínum af heiðarleika, kostgæfni og ábyrgð.

1.2. Skulu fylgja lögum og veita upplýsingar í samræmi við lagalegar og faglegar skyldur.

1.3. Skulu ekki vísvitandi taka þátt í ólöglegu athæfi eða verknaði sem rýrir traust á stétt innri endurskoðenda eða fyrirtækinu sem þeir vinna hjá.

1.4. Skulu virða og stuðla að því að fyrirtækið sem þeir vinni hjá nái lögmætum og siðlegum markmiðum sínum.

2. Hlutlægni

Innri endurskoðendur:

2.1. Skulu ekki taka þátt í eða tengjast neinu sem skert getur í reynd eða ásýnd hlutlægu mati þeirra. Með þessu er átt við þátttöku í eða tengsl við hvert það athæfi sem kann að vera í andstöðu við hagsmuni fyrirtækisins sem viðkomandi vinnur hjá.

2.2. Skulu ekki þiggja neitt sem getur skaðað í reynd eða ásýnd faglegt mat þeirra.

2.3. Skulu upplýsa um öll efnislega mikilvæg atriði. Ef ekki er upplýst um viðkomandi atriði kann það að bjaga skýrslugjöf um það atriði sem er til skoðunar.

3. Trúnaður

Innri endurskoðendur:

3.1. Skulu fara gætilega með og vernda upplýsingar sem þeir vinna með í störfum sínum.

3.2. Skulu ekki nota upplýsingar til persónulegs ábata eða á annan hátt sem andstæður er lögum eða sem er skaðlegur löglegum og siðlegum markmiðum fyrirtækisins sem þeir vinna hjá.

4. Færni

Innri endurskoðendur:

4.1. Skulu eingöngu veita þjónustu á þeim sviðum þar sem þeir hafa nægilega þekkingu, færni og reynslu.

4.2. Skulu veita innri endurskoðunarþjónustu sem er í samræmi við alþjóðlega staðla um innri endurskoðun (International Standards for Professional Practice of Internal Auditing.)

4.3. Skulu stöðugt vinna að því að bæta færni sína, markvirkni og gæði þjónustu sinnar.

Ábendingum um meint brot á siðareglum félagsins ber að senda til formanns siðanefndar, sjá nánar reglur þar um.

Code of Ethics — Principles

Internal auditors are expected to apply and uphold the following principles:

 1. Integrity
  The integrity of internal auditors establishes trust and thus provides the basis for reliance on their judgment.
 2. Objectivity
  Internal auditors exhibit the highest level of professional objectivity in gathering, evaluating, and communicating information about the activity or process being examined. Internal auditors make a balanced assessment of all the relevant circumstances and are not unduly influenced by their own interests or by others in forming judgments.
 3. Confidentiality
  Internal auditors respect the value and ownership of information they receive and do not disclose information without appropriate authority unless there is a legal or professional obligation to do so.
 4. Competency
  Internal auditors apply the knowledge, skills, and experience needed in the performance of internal audit services.

Rules of Conduct

1. Integrity

Internal auditors:

1.1. Shall perform their work with honesty, diligence, and responsibility.

1.2. Shall observe the law and make disclosures expected by the law and the profession.

1.3. Shall not knowingly be a party to any illegal activity, or engage in acts that are discreditable to the profession of internal auditing or to the organization.

1.4. Shall respect and contribute to the legitimate and ethical objectives of the organization.

2. Objectivity

Internal auditors:

2.1. Shall not participate in any activity or relationship that may impair or be presumed to impair their unbiased assessment. This participation includes those activities or relationships that may be in conflict with the interests of the organization.

2.2. Shall not accept anything that may impair or be presumed to impair their professional judgment.

2.3. Shall disclose all material facts known to them that, if not disclosed, may distort the reporting of activities under review.

3. Confidentiality

Internal auditors:

3.1. Shall be prudent in the use and protection of information acquired in the course of their duties.

3.2. Shall not use information for any personal gain or in any manner that would be contrary to the law or detrimental to the legitimate and ethical objectives of the organization.

4. Competency

Internal auditors:

4.1. Shall engage only in those services for which they have the necessary knowledge, skills, and experience.

4.2. Shall perform internal audit services in accordance with the International Standards for the Professional Practice of Internal Auditing.

4.3. Shall continually improve their proficiency and the effectiveness and quality of their services.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com