Stjórn Félags um innri endurskoðun stendur fyrir stefnumótunarfundi um málefni félagsins fimmtudaginn 29. janúar nk., kl. 14-17, í húsakynnum Deloitte í Turninum í Kópavogi.
Dagskrá fyrir fundinn (með fyrirvara um mögulegar breytingar) er :
kl. 14:00 – 14:10 Formaður opnar daginn
kl. 14:10 – 14:30 Formenn og fulltrúar nefnda segja stuttlega frá starfinu
kl. 14:30 – 14:40 Faghópur um innri endurskoðun hjá hinu opinbera
kl. 14:40 – 15:00 SVÓT greining
kl. 15:00 – 15:15 Kaffihlé
kl. 15:15 – 16:00 Hópavinna – áherslur í starfsemi félagsins (markmiðasetning)
kl. 16:00 – 16:45 Hópavinna – leiðir til árangurs (leiðir að settum markmiðum)
kl. 16:45 - 17:00 Samantekt og lok
Þátttaka í stefnumótunardeginum gefur 3 endurmenntunareiningar.
Stjórnin hvetur ykkur öll eindregið til að mæta á fundinn og leggja ykkar lóð á vogarskálarnar við að móta stefnu og áherslur félagsins til framtíðar.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að svara tölvupósti sem var sendur 22 Janúar 2015, fyrir lok vinnudags þriðjudaginn 27. janúar nk.
Bestu kveðjur,
Stjórn FIE