Aðalfundur 2024

Takk fyrir frábæran aðalfund sl. fimmtudag. Aðalfundurinn var haldinn að þessu sinni á Grand hótel í Reykjavík. Anna Sif Jónsdóttir fór með skýrslu stjórnar og Sif Einarsdóttir fór yfir reikninga félagsins. Mjög góð mæting var á fundinn. Kosin var ný stjórn en Anna Sif Jónsdóttir kveður okkur í bili og við þökkum henni kærlega fyrir frábær störf. Gunnar Ragnarsson kemur í stjórn í fyrsta skipti og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.

Hér má sjá skýrslu stjórnar og ársreikninginn v. ársins 2023

Aðalfundur 2023

Aðalfundur félagsins var að þessu sinni haldinn í úthverfi höfuðborgarsvæðisins að Hótel Kríunesi. Björg Ýr Jóhannsdóttir, stjórnarmaður fór yfir skýrslu stjórnar og Jón Sigurðsson, gjaldkeri, fór yfir ársreikning félagsins. Breytingar á samþykktum voru samþykktar og þá var kosin ný stjórn og nýr skoðunarmaður. Jón Sigurðsson sem var að ljúka 6 ára stjórnarsetu og Jóhanna María Einarsdóttir viku úr stjórn og í stað þeirra komu Gréta Gunnarsdóttir og Sif Einarsdóttir. Við þökkum Jóni og Jóhönnu kærlega fyrir frábær störf og bjóðum Grétu og Sif velkomnar í stjórn.

Hér má sjá ársreikning vegna ársins 2022 og hér er Skýrsla stjórnar.

Aðalfundur 2022

Félag um innri endurskoðun boðar til aðalfundar þriðjudaginn 24. maí 2022 kl. 16-17. Fundurinn fer fram að þessu sinni á veitingastaðnum Héðni, Seljavegi 2, 101 Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu ári.
  2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  3. Breytingar á samþykktum.
  4. Kosning stjórnarmanna.
  5. Kosning skoðunarmanns annað hvert ár.
  6. Ákvörðun félagsgjalds.
  7. Önnur mál.

Stjórnin hvetur félagsmenn til að taka þátt í starfi félagsins.  Áhugasamir geta haft samband við stjórn félagsins en einnig er hægt að bjóða sig fram á fundinum.

Að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.  

Með von um að sjá þig á aðalfundinum!

Stjórn FIE

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com