Uppfærðar námsskrár CIA fagvottunar sem byggja á nýju Heimsstöðlunum voru birtar á heimasíðu Alþjóðasamtakanna www.theiia.org/CIA2025 þann 31. maí sl. Allar frekari upplýsingar um breytingar, uppfærslur og dagsetningar á prófum verða birtar á heimasíðu Alþjóðasamtakanna.
Nýr fagvottaður innri endurskoðandi – CIA
Jakob Hafþór Björnsson, hlaut CIA fagvottun hjá Alþjóðasamtökum innri endurskoðenda núna í febrúar 2024.
Jakob starfar fyrir ODT (hét áður BDO á Íslandi), ásamt því að vera sjálfstætt starfandi, m.a. við ráðgjöf, almennan fyrirtækjarekstur, innri endurskoðun, tölvuendurskoðun, uppgjör og ársreikningagerð, núvirðisgreining o.fl. Þar áður var hann hjá Jarðborunum og dótturfélögum í Asíu og Nýja Sjálandi þar sem hann sá um rekstur verkefna, samningsmál, gæða- og öryggisúttektir og tilboðsútreikninga, svo eitthvað sé nefnt.
Jakob lauk M.Sc. gráðu í hagfræði frá HÍ árið 2010, með áherslu á fjármál fyrirtækja og kostnaðar- og ábatagreiningu.
Félagsmaður nær CIA faggildingu
Kristín Aðalheiður Birgisdóttir, starfsmaður KPMG, hlaut CIA vottun hjá Alþjóðasamtökum innri endurskoðenda fyrr á þessu ár þessu ári. Stjórn FIE óskar henni innilega til hamingju!
Kristín er með MBA og MSc gráðu frá UIBS, Barcelona. Hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur (Cand.Oecon.) frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Kristín starfar hjá KPMG á Íslandi á sviði innri endurskoðunar, áhættustýringar og stjórnarhátta. Hún starfaði áður m.a. hjá Fjármálaeftirlitinu og Frjálsa fjárfestingabankanum.