Morgunverðarfundur FIE 26. september 2023

Næsti morgunverðarfundur FIE verður haldinn þriðjudaginn 26. september kl. 8:15 - 10:00 í húsnæði Kviku banka hf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.

Á fundinum verða haldin tvö erindi.

Gréta Gunnarsdóttir, sérfræðingur í innri endurskoðun hjá Kviku, fjallar um netöryggismál og hvaða spurningum innri endurskoðendur þurfa að fá svarað við úttekt á málefninu.

Björg Ýr Jóhannsdóttir, sérfræðingur í innri endurskoðun hjá Íslandsbanka, fer yfir hvað er framundan í reglugerðarlandslaginu, bæði varðandi gervigreind og DORA.

Umræður í lokin.

Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.

Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir félagsmenn FIE og FLE en kr. 2.000 fyrir aðra.

Mæting á fundinn gefur 2 endurmenntunareiningar.

Skráning fer fram hér.

Morgunverðarfundur 10. mars nk.

Félag um innri endurskoðun mun standa fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 10. mars 2022 klukkan 8:00 - 10:00 á hótel Natura

 Efni fundarins er: Kaloríur í Bitcoin og Ný ásýnd IIA.

Gísli Jökull Gíslason mun flytja erindið Kaloríur í Bitcoin en hann starfar hjá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu. Gísli hefur yfir 20 ára reynslu úr ýmsum deildum/embættum lögreglu, en undanfarin ár hefur hann, fyrir utan bókaskrif og kennslu, haft að starfi að vera rannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild miðlægrar deildar LRH (stutta heitið er R2-E). Eitt verkefna hans þar eru rannsóknir á netsvikum en einnig önnur fjármunabrot en fyrirlesturinn beinir sjónum sínum aðallega að netglæpum/netsvikum.

Seinna erindið verður kynnt af stjórn FIE og verður farið yfir nýja ásýnd IIA og nýja vörumerki alþjóðafélagsins.

Verð fyrir félagsmenn er 5.900 kr. og fyrir utan félags er verðið 6.900 kr.

Fundurinn gefur 2 endurmenntunareiningar í endurskoðunarflokki.

Skráning er með tölvupósti á fie@fie.is  fyrir kl 12.00 þann 8. mars, eða hér.

Áhættustýring, orðsporsáhætta og krísustjórnun

Miðvikudaginn 20. september nk. mæta til okkar tveir frábærir sérfræðingar. Auðbjörg Friðgeirsdóttir CIA kemur frá PwC og Grétar Theodórsson almannatengill frá Innsýn.

Auðbjörg er sérfræðingur í áhættustýringu og mun ræða um hvar hlutverki innri endurskoðunar sleppir og hlutverk áhættustýringar tekur við.

Grétar, sem er með MA í almanntengslum og markaðssamskiptum, fer yfir orðsporsáhættu og krísustjórnun.

Í lokin munum við hafa 20 mínútna umræður varðandi þessi málefni. Hlökkum til að sjá ykkur.

Hvar: Fosshótel Reykjavík, Gullfoss A, 2. hæð.

Hvenær: miðvikudaginn 20. september kl: 08:00-10:00

Mæting gefur 2 endurmenntunareiningar.

Verð: 4.500.- kr fyrir félagsmenn, 5.500.- fyrir utanfélagsmenn. Innifalið er morgunverður og kaffi.

Skráning er með tölvupósti á fie@fie.is. Takið eftir að stuttur tími er til stefnu svo endilega skráið ykkur sem fyrst. Hægt er að afskrá til hádegis þriðjudagsins 19. september en eftir það er skráning bindandi.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com