Uppfærðir staðlar tóku gildi 1. janúar 2017

Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun hafa verið uppfærðir og tók ný útgáfa gildi frá og með 1. janúar 2017.

Í inngangi að stöðlunum segir meðal annars að tilgangur þeirra sé að:

  1. Leiðbeina um það hvernig framfylgja má ófrávíkjanlegum hluta alþjóðlegs ramma um innri endurskoðun.
  2. Skapa umgjörð til að framkvæma og efla margvíslega virðisaukandi innri endurskoðunarþjónustu.
  3. Skapa grundvöll fyrir mat á frammistöðu innri endurskoðunar.
  4. Stuðla að endurbótum á ferlum og rekstri fyrirtækja.

Samkvæmni við alþjóðlega staðla um innri endurskoðun er mikilvægur til að tryggja að faglega sé staðið að framkvæmd hennar.

Félagsmenn og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér nýja útgáfu staðlanna, sem er aðgengileg á heimasíðu Alþjóðasamtaka innri endurskoðenda (The Institute of Internal Auditors): Sjá hér

 

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com