Áhættustýring, orðsporsáhætta og krísustjórnun

Miðvikudaginn 20. september nk. mæta til okkar tveir frábærir sérfræðingar. Auðbjörg Friðgeirsdóttir CIA kemur frá PwC og Grétar Theodórsson almannatengill frá Innsýn.

Auðbjörg er sérfræðingur í áhættustýringu og mun ræða um hvar hlutverki innri endurskoðunar sleppir og hlutverk áhættustýringar tekur við.

Grétar, sem er með MA í almanntengslum og markaðssamskiptum, fer yfir orðsporsáhættu og krísustjórnun.

Í lokin munum við hafa 20 mínútna umræður varðandi þessi málefni. Hlökkum til að sjá ykkur.

Hvar: Fosshótel Reykjavík, Gullfoss A, 2. hæð.

Hvenær: miðvikudaginn 20. september kl: 08:00-10:00

Mæting gefur 2 endurmenntunareiningar.

Verð: 4.500.- kr fyrir félagsmenn, 5.500.- fyrir utanfélagsmenn. Innifalið er morgunverður og kaffi.

Skráning er með tölvupósti á fie@fie.is. Takið eftir að stuttur tími er til stefnu svo endilega skráið ykkur sem fyrst. Hægt er að afskrá til hádegis þriðjudagsins 19. september en eftir það er skráning bindandi.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com