Tilkynning til félagsmanna frá Alþjóðasamtökum innri endurskoðenda

Í janúar 2016 skipaði stjórnarformaður Alþjóðasamtaka innri endurskoðanda vinnuhóp til að endurskoða stjórnskipulag samtakanna og koma með tillögur að breytingum. Vinnan fór fram á árinu 2016 og voru niðurstöður vinnuhópsins kynntar og ræddar á fundi Alþjóðaráðsins (Global Council) í Róm í febrúar 2017.

Helstu tillögur vinnuhópsins eru þessar:

  1. Fækka stjórnarmönnum úr 38 í 17 talsins. Heimila aðilum sem eru ekki félagsmenn eða eru ekki með fagvottun í innri endurskoðun að sitja í stjórn Alþjóðasamtakanna.
  2. Leggja niður framkvæmdanefndina (Executive Committee).
  3. Setja á laggirnar eftirlitsnefnd (Supervisory Committee) til að vera ráðgefandi fyrir framkvæmdastjóra samtakanna (Global CEO). Nefndin yrði einnig falið að fylgjast með launakjörum starfsmanna og stjórnarmanna samtakanna.
  4. Breyta nafni Alþjóðaráðsins (Global Council) í Alþjóðaþing (Global Assembly) og fela því aukna ábyrgð í stjórnun samtakanna.  Skipun fulltrúa á Alþjóðaþingi ætti að vera með formlegum hætti frá hverju aðildarfélagi.

Ef þessar tillögur verða samþykktar á stjórnarfundi Alþjóðasamtakanna í Ástralíu í júlí 2017 verður óskað eftir viðbrögðum félagsmanna um heim allan á tímabilinu 13. september til 13. október 2017

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com