
Í janúar 2016 skipaði stjórnarformaður Alþjóðasamtaka innri endurskoðanda vinnuhóp til að endurskoða stjórnskipulag samtakanna og koma með tillögur að breytingum. Vinnan fór fram á árinu 2016 og voru niðurstöður vinnuhópsins kynntar og ræddar á fundi Alþjóðaráðsins (Global Council) í Róm í febrúar 2017.
Helstu tillögur vinnuhópsins eru þessar:
- Fækka stjórnarmönnum úr 38 í 17 talsins. Heimila aðilum sem eru ekki félagsmenn eða eru ekki með fagvottun í innri endurskoðun að sitja í stjórn Alþjóðasamtakanna.
- Leggja niður framkvæmdanefndina (Executive Committee).
- Setja á laggirnar eftirlitsnefnd (Supervisory Committee) til að vera ráðgefandi fyrir framkvæmdastjóra samtakanna (Global CEO). Nefndin yrði einnig falið að fylgjast með launakjörum starfsmanna og stjórnarmanna samtakanna.
- Breyta nafni Alþjóðaráðsins (Global Council) í Alþjóðaþing (Global Assembly) og fela því aukna ábyrgð í stjórnun samtakanna. Skipun fulltrúa á Alþjóðaþingi ætti að vera með formlegum hætti frá hverju aðildarfélagi.
Ef þessar tillögur verða samþykktar á stjórnarfundi Alþjóðasamtakanna í Ástralíu í júlí 2017 verður óskað eftir viðbrögðum félagsmanna um heim allan á tímabilinu 13. september til 13. október 2017