Aðalfundur Félags um innri endurskoðun verður haldinn föstudaginn 29. maí 2015, kl. 08:30 til 10:00, á Grand hótel Reykjavík (Háteigur 4. hæð). Dagskrá verður send út síðar en samkvæmt 5. gr. samþykkta félagsins segir að eftirfarandi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi:
1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu ári.
2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
3. Breytingar á samþykktum.
4. Kosning stjórnarmanna.
5. Kosning formanna nefnda skv. 7. gr.
6. Kosning skoðunarmanns annað hvert ár.
7. Ákvörðun félagsgjalds.
8. Önnur mál.
Vinsamlega takið þennan tíma frá.