Tveir nýir faggildir innri endurskoðendur

Nú í maí hafa tveir starfsmenn innri endurskoðunar Landsbankans þau Axel Blöndal og Sonja Kristín Jakobsdóttir lokið CIA prófi hjá Alþjóðasamtökum innri endurskoðenda.

Stjórn FIE óskar Axel og Sonju innilega til hamingju með faggildinguna!!

Nánar:

Sonja útskrifaðist sem Cand.Oecon í viðskiptafræði, reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands árið 2000 og M.Acc árið 2006. Hún hefur starfað hjá innri endurskoðun Landsbankans frá 2007.

Axel er með B.Sc. í tölvunarfræði, Cand.Oecon í viðskiptafræði, fjármálum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og MBA í stjórnun frá University of Navarra. Hann hefur starfað hjá innri endurskoðun Landsbankans frá 2011.

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com