- This event has passed.
Aðalfundur Félags um innri endurskoðun
24. maí, 2018-10:00 - 11:00
Félag um innri endurskoðun boðar til aðalfundar fimmtudaginn 24. maí 2018, kl. 10-11.
Fundurinn verður haldinn í Grand Hótel (Gullteigur B).
Fyrir fundinn mun fræðslunefnd FIE halda síðasta morgunverðarfund vetrarins. Nánari upplýsingar um hann berast síðar.
Stjórnin minnir á að allir geta boðið sig fram til stjórnarsetu og hvetur þig eindregið til að íhuga það. Ennfremur hvetur stjórnin félagsmenn til að gefa kost á sér til starfa í nefndum og faghópum á vegum félagsins. Áhugasamir félagsmenn geta haft samband við stjórn félagsins en einnig er hægt að bjóða sig fram á fundinum.
Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar um aðalfundinn úr samþykktum félagsins:
Samþykktir félagsins kveða á um að aðalfundur skuli haldinn í maí og boðaður með minnst 14 daga fyrirvara:
Aðalfundur
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal boða skriflega með bréfi eða tölvupósti með 14 daga fyrirvara hið skemmsta. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað og ræður afl atkvæða úrslitum mála nema annars sé getið í samþykktum félagsins.
Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi:
1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu ári.
2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
3. Breytingar á samþykktum.
4. Kosning stjórnarmanna.
5. Kosning formanna nefnda skv. 7. gr.
6. Kosning skoðunarmanns annað hvert ár.
7. Ákvörðun félagsgjalds.
8. Önnur mál.
Aukaaðalfund skal kalla saman ef 10% félagsmanna óska skriflega eftir því við stjórn félagsins með dagskrá og skal stjórn boða fundinn með 14 daga fyrirvara hið skemmsta og eigi síðar en 30 dögum eftir að slík beiðni hefur borist stjórn.
Starfshættir
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi sem haldinn skal í maí ár hvert. Kosningar skulu vera skriflegar sé þess óskað. Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum og skulu þeir skipta með sér verkum. Til að stjórnarfundur sé ákvarðanabær skal meirihluti stjórnarmanna sitja fundinn. Þátttaka í stjórnarfundi í gegnum fjarfundabúnað er heimil. Starf stjórnar skal vera ólaunað en félagið ber kostnað af störfum þeirra. Láti stjórnarmaður af störfum á kjörtímabilinu skal boða til félagsfundar skv. 4. gr. og kjósa mann í stjórn til þess að starfa út kjörtímabil þess sem lét af störfum .
Allir félagsmenn hafa rétt til að kjósa á aðalfundi. Á stofnfundi skal kjósa 3 stjórnamenn til tveggja ára og 2 til eins árs. Eftir það skal kjósa ýmist 2 eða 3 til tveggja ára setu í stjórn félagsins hverju sinni. Stjórnarmaður skal þó aldrei sitja lengur en þrjú kjörtímabil samfleytt. Skoðunarmann skal kjósa til tveggja ára í senn.
Félagið starfar sjálfstætt og skipuleggur stjórnin starfsemi þess. Reikningsár félagsins er almanaksárið.