- This event has passed.
Áhættustýring, orðsporsáhætta og krísustjórnun
20. september, 2017-08:00 - 10:00
Miðvikudaginn 20. september nk. mæta til okkar tveir frábærir sérfræðingar. Auðbjörg Friðgeirsdóttir CIA kemur frá PwC og Grétar Theodórsson almannatengill frá Innsýn.
Auðbjörg er sérfræðingur í áhættustýringu og mun ræða um hvar hlutverki innri endurskoðunar sleppir og hlutverk áhættustýringar tekur við.
Grétar, sem er með MA í almanntengslum og markaðssamskiptum, fer yfir orðsporsáhættu og krísustjórnun.
Í lokin munum við hafa 20 mínútna umræður varðandi þessi málefni. Hlökkum til að sjá ykkur.
Hvar: Fosshótel Reykjavík, Gullfoss A, 2. hæð.
Hvenær: miðvikudaginn 20. september kl: 08:00-10:00
Mæting gefur 2 endurmenntunareiningar.
Verð: 4.500.- kr fyrir félagsmenn, 5.500.- fyrir utanfélagsmenn. Innifalið er morgunverður og kaffi.
Skráning er með tölvupósti á fie@fie.is. Takið eftir að stuttur tími er til stefnu svo endilega skráið ykkur sem fyrst. Hægt er að afskrá til hádegis þriðjudagsins 19. september en eftir það er skráning bindandi.