- This event has passed.
Faghópur í Upplýsingatækni
7. desember, 2022-12:00 - 14:00
Nokkrir félagar FIE hafa tekið höndum saman og endurvakið faghóp í upplýsingatækni innan FIE.
Það eru þó nokkuð margir félagar sem eru einnig meðlimir í ISACA samtökunum og aðrir sem vilja fá dýpri þekkingu á ákveðnum atriðum sem tengjast endurskoðun upplýsingakerfa og um upplýsingaöryggi og því teljum við vera þörf fyrir sérstakan faghóp UT. Þá er það þekkt í öðrum löndum að IIA og ISACA sameina krafta sína með fræðsluefni og vonandi getum við gert það líka.
Við viljum því boða til fyrsta fundar núna 7. desember kl 12.00-14.00 í húsnæði Íslandsbanka, Norðurturni Smáralindar 9. hæð, bæði til að taka framhald af umræðu frá í vor um nýju EBA/ICT guidelines og einnig til að heyra frá ykkur um væntingar/óskir um fræðsluefni. Einn ráðstefnuþátttakandi mun koma með samantekt af því helsta sem kom fram á ISACA ráðstefnunni sem haldin var í Róm núna í október sl.
Umræðuefni fundarins verða eftirfarandi:
- EBA/ICT guidelines – hvaða greinar voru erfiðar í túlkun?
- Eignaskrár (upplýsingakerfa) – hvaða lausnir eru þið að nota?
- Hvaða fræðsluefni telur þú þörf fyrir í þínum störfum.
Þessi fundur myndi gefa 2 endurmenntunareiningar.
Aðgangur er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá mætingu hér.
Íslandsbanki býður uppá léttar veitingar.